15.10.2008 | 18:16
Hryðjuverkalög?
Jón Magnússon er hæstaréttalögmaður og hefur þar af leiðandi umtalsverða þekkingu á lögunum sem ég hef því miður ekki. Það getur verið óðs manns æði að túlka sum lög en persónulega finnst mér þessi umræddu "hryðjuverkalög" frekar auðskiljanleg við fyrstu sýn.
Þessi svokölluðu "hryðjuverklög" heita á móðurmáli þeirra Breta "Anti-terrorism, Crime and Security Act 2001" Ákvæðið sem var beitt gegn Kaupthing & Co er í öðrum parti, kafla 4. En þar segir meðal annars:
Part 2 Freezing Orders
Orders
4 Power to make order
(1) The Treasury may make a freezing order if the following two conditions are satisfied.
(2) The first condition is that the Treasury reasonably believe that
(a) action to the detriment of the United Kingdoms economy (or part of it) has been or is likely to be taken by a person or persons, or
(b) action constituting a threat to the life or property of one or more nationals of the United Kingdom or residents of the United Kingdom has been or is likely to be taken by a person or persons.
(3) If one person is believed to have taken or to be likely to take the action the second condition is that the person is
(a) the government of a country or territory outside the United Kingdom, or
(b) a resident of a country or territory outside the United Kingdom.
(4) If two or more persons are believed to have taken or to be likely to take the action the second condition is that each of them falls within paragraph (a) or (b) of subsection (3); and different persons may fall within different paragraphs.
-------------
Svo ég vitni aftur í heiti lagafrumvarpsins "Anti-terrorism, Crime and Security Act 2001"
Þetta frumvarp þeirra virðist vera samansuða ýmissa breytinga á lögum þeirra eftir 9/11-2001 og er þessi umrædda grein breyting á "Finance Act 1968 (c. 44)" ef ég skil lagafrumvarpið rétt. Kannski einhver lögfróður maður skilji þetta betur en ég.
Svo ég vitni í Jón Magnússon Af hverju tókum við það ekki upp við öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þegar Bretar beittu hryðjuverkalögum gegn Íslendingum?" Svo ég vitni aftur í þekkingarleysið mitt á svona málum, er samt ekki fyrsta skrefið þá að REYNA á málið í dómstólum til þess að sjá hvort breska ríkisstjórnin hafi farið út fyrir valdsvið sitt áður en við kvörtum? Það væri meira en minna pínlegt að kvarta til öryggisráðsins og þurfa svo að þola að Bretar hafi verið fullkomlega löglegir í aðgerðum sínum.
Persónulega finnst mér Jón Magnússon sína gríðarlegan dómgreindarskort með svona yfirlýsingum. Er þetta það sem kjósendur Frjálslynda Flokksins vilja?
Af hverju slitum við ekki stjórnmálasambandi við Breta? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.